Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, hyggst hætta störfum fyrir Seðlabanka Íslands 1. september nk. Frá þessu var greint á fundi Seðlabanka Íslands klukkan 16:00 þar sem rit Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika var kynnt.

Tryggvi hefur starfað fyrir Seðlabanka Íslands í tólf ár en hann á að baki áratugastarfsreynslu í bankageiranum. Tryggvi sagði það koma til greina að sinna kennslu, stjórnunarstörfum eða ráðgjöf, eftir að vinnu hans fyrir seðlabankann lyki, en hann hefði ekkert ákveðið neitt enn er þetta varðaði.