Tryggvi Þór Herbertsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til fyrsta sætis í Norðaustur-kjördæmi í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fer fram í janúar næstkomandi.

Að því gefnu að Kristján Þór Júlíusson, sem nú er fyrsti þingmaður flokksins í kjördæminu vilji halda áfram, má því gera ráð fyrir spennandi átökum um sætið.

Eins verður slegist um fyrsta sæti framsóknarmanna því ekkert bendir til þess að sáttaumleitanir milli Sigmundar Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns sem báðir hafa sagst vilja fyrsta sætið.