Útgerðarmaðurinn Steingrímur Bjarni Erlingsson leitaði ráða hjá Tryggva Þór Herbertssyni, þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, vegna risaskips sem hann vann að því að panta í fyrra. Félag Steingríms heitir Fáfnir Holding og rekur félag hans, Fáfnir Offshore risastórt skip sem á að þjónusta fyrirtæki í olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu,

Ekki liggur fyrir í hverju ráðgjöf Tryggva fólst. En eftir því sem næst verður komist komst ágætt samband á á milli Tryggva og forsvarsmanna Fáfnis og mun Tryggvi hafa lagt til að þjónustuskipið yrði skráð í Fjarðarbyggð. Í kjölfar þess að hann tapaði í prófkjörsslagnum í fyrra taldi hann sig vera að fara að vinna hjá Fáfni, ýmist sem forstjóri eða stjórnarformaður eins af félögunum. Af því varð hins vegar ekki og munu engin gögn liggja fyrir um slíkt. Tryggvi sendi því reikning á Fáni Holding upp á 3,9 milljónir króna fyrir fjögurra mánaða vinnu.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Síminn sendir alla starfsmenn sína á námskeið í samkeppnisrétti
  • Bloomberg telur að orkusala um sæstreng sé raunhæfur möguleiki
  • Álverð heldur áfram að lækka
  • Leiga til ferðamanna þrengir að leigumarkaði
  • Manning borgar 100% skatt af Super Bowl
  • Ekkert fékkst upp i 1,7 milljarða kröfur félaga í eigu Sigurðar Ólasonar
  • Árlega fara þúsundir Íslendinga í golf til Spánar
  • Nærmynd af Magnúsi Geir Þórðarsyni nýjum útvarpsstjóra
  • Ilmi Kristjánsdóttur leikkonu dreymir um að leika gamla kerlingu í breskri bíómynd
  • Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs er í ítarlegu viðtali
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um vetrarólympíuleikana í Rússlandi
  • Óðinn skrifar um bók Guðrúnar Johnsen
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira.