Um fimmtungs veiking krónunnar í liðnum mánuði þurfti ekki að koma á óvart og við ættum að búast við frekari lækkun hennar.

Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar stjórnarformanns Straums-Burðaráss fjárfestingabanka á aðalfundi bankans sem  haldinn var í dag.

Þessi orð féllu í framhaldi af því að Björgólfur sagði að í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í fyrrahaust, þegar gengisvísitalan var 115 stig, hafi verið færð rök fyrir því að raungildi hennar væri 150 til 190 stig. Með öðrum orðum hafi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáð meira en 30% gengisfellingu krónunnar.

_____________________________________

Nánar verður fjallað um ræðu Björgólf og aðalfund bankans í Viðskiptablaðinu á morgun.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21 í kvöld. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .