Flugfélög og rekstraraðili Heathrow flugvallarins urðu fyrir miklu tapi vegna lokunnar vallarins vikuna fyrir jól. Sama gildir um aðra flugvelli í Evrópu, s.s. flugvöllinn í Frankfurt.

Rekstraraðili Heathrow, BAA sem er í eigu spænska félagsins Ferrovial, hefur verið sakaður um hafa verið vanbúinn aðstæðunum sem sköpuðust. Ekki hafi verið til staðar tæki og mannskapur til að ryðja þykkum snjó af flugbrautum á skömmum tíma. Mörg flugfélög hafa ákveðið fara í mál við rekstraraðila Heathrow vegna þessa. Sérfræðingar telja tap flugvallarins hafi numið um 20-25 milljónum punda, 3,6 - 4,5 milljarðar króna.

British Airways tilkynnti í vikunni að tap félagsins vegna truflanna á flugi vikuna fyrir jól hafi numið 50 milljónum punda, eða 9 milljörðum króna. Air France-KLM telur tap sitt hafa veirð 35 milljónir evra, 5,3 milljarða króna.

Því er ljóst að tug milljarða tap hefur hlotist af lokun flugvalla í Evrópu í dagana fyrir jól.