Mörg vannýtt tækifæri eru til að minnka útgjöld ríkisins sem leiðir samt hvorki til skertrar þjónustu né frestunar á fjárfestingu í mikilvægum innviðum. Talið er að hagræða megi í ríkisrekstri um tugi milljarða árlega, án skertrar þjónustu.

Aðlögun í rekstri ríkisins frá árinu 2009 hefur að stærstum hluta falist í auknum skatttekjum og samdrætti í fjárfestingu en ekki bættri nýtingu á fjármunum. Þetta kemur fram í greiningu Viðskiptaráðs Íslands sem var gefin út fyrir skemmstu.

Þannig hafa einungis 17% af þeirri 113 milljarða króna aðlögun sem hefur þurft til að loka fjárlagagatinu frá 2009 komið til vegna lækkunar á rekstrarútgjöldum.

83% hafa hins vegar komið til vegna aukinna skattekna og samdráttar í fjárfestingum. Launagjöld ríkisins hafa ekkert lækkað á tímabilinu. Í þessu felast vísbendingar um að tækifæri til hagræðingar hafi verið vannýtt.

Þetta má einnig ráða af skýrslu McKinsey sem gefin var út árið 2012 og tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem voru kynntar í maí í fyrra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .