Þúsundir mótmælanda á Ítalíu hafa með kröfugöngu í Róm mótmælt niðurskurðaráætlunum stjórnvalda. Mótmælin eru leidd af verkalýðsfélögunum FIOM og CGIL. Fjallað er um málið á vef BBC. Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt til að mótmæla í dag. Þess má geta að Angela Merkel Þýskalandskanslari fundaði með Frans Páfa einnig í dag.

Biðlað er til forsætisráðherrans Enrico Letta til að hverfa frá niðurskurðaráætlunum sínum og líta þess í stað til þess að skapa störf. Traust kjósenda til ríkisstjórnararinnar virðist fara dvínandi. Kreppan á Ítalíu er sú versta í 40 ár en skuldir þjóðarbúsins nema um 127% af landsframleiðslu. Það eru hæstu skuldir einstaka þjóðríkis á evrusvæðinu fyrir utan Grikkland. Atvinnuleysi er 11,5% og gríðarlega hátt á meðal ungs fólks, eða um 38% á meðal þeirra sem eru yngri en 38%.