Gjaldeyrisskiptasamningar sem lífeyrissjóðirnir gerðu við föllnu bankana þrjá, Landsbankann, Glitni og Kaupþing, eru enn óuppgerðir en viðræður um hvernig þeir skuli gerðir upp hafa ekki skilað árangri, að sögn Arnars Sigmundssonar, formanns Landssamtaka lífeyrissjóða.

Til þessa hafa skilanefndir bankanna ekki viljað fallast á það sjónarmið forsvarsmanna lífeyrissjóðanna að gjaldmiðlaskiptasamningarnir skuli gerðir upp á því gengi sem var þegar bankarnir féllu.

Skilanefndirnar telja að gera skuli upp samningana miðað við það gengi sem er á þeim degi sem skuldir eru greiddar. Miklir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir kröfuhafa gömlu bankanna og lífeyrissjóðanna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .