Stóru línurnar í kjaraviðræðum virðast vera að skýrast þessa dagana. Síðasta föstudag skrifuðu Samtök atvinnulífsins undir kjarasamninga við stéttarfélög alls 70 þúsund launþega en deginum áður tilkynnti ríkisstjórnin ráðstafanir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Viðræður BHM við ríkið eru enn í járnum en þar hefur krafan verið sú að menntun sé metin til launa.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru í ellefu liðum og miða m.a. að því að fækka tekjuskattsþrepum niður í tvö, að byggja 2.300 félagslegar íbúðir auk aðgerða til að liðka fyrir leigumarkaði og til að aðstoða fyrstu kaupendur íbúða. Þar að auki er lagt til aukins samstarfs við aðila vinnumarkaðarins og stofnun sérstaks Þjóðhagsráðs.

Fjármögnun óljós

Enn liggur ekki ljóst fyrir hver heildarkostnaður vegna aðgerðanna mun verða né hvernig þær verða fjármagnaðar. Ljóst er þó að þær munu hlaupa á tugum milljörðum króna. Í yfirlýsingu vegna þeirra kemur fram að breytingarnar á tekjuskattskerfinu munu nema allt að 16 milljörðum á kjörtímabilinu sem samsvarar allt að 13% af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga miðað við áætlun fjárlaga 2015. Þá mun niðurfelling tolla á fatnað og skó leiða af sér tekjumissi upp á um 1,8 milljarða á ári samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu.

Ítarlega er fjallað um kjaraviðræður og aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .