Á miðvikudag var fyrsta skóflustungan tekin að nýju hátæknisetri Alvogen við Vísindagarða Háskóla Íslands. Í húsinu, sem verður ríflega 11.000 fermetrar að stærð, verður unnin rannsóknarvinna en stærstur hluti byggingarinnar verður notaður til framleiðslu á líftæknilyfjum.

Starfsemi Alvogen er á sviði samheitalyfja og er fyrirtækið einnig í framleiðslu á hefðbundnum samheitalyfjum, en RóbertWessmann, stjórnarformaður Alvogen, segir framtíð lyfjageirans liggja í líftæknilyfjum.

Heildarfjárfesting Alvogen vegna verkefnisins verður um 25 milljarðar króna, þar af átta milljarðar í byggingunni sjálfri og framleiðslutækjum. Líklega er þetta ein stærsta fjárfesting einkafyrirtækis á Íslandi frá hruni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .