*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 6. júlí 2016 13:09

Tugmilljarða munur á stofnkostnaði

Samorka telur að spara megi háar fjárhæðir með því að líta til hagkvæmustu virkjanakosta sem standa til boða.

Ritstjórn
Kristinn Benediktsson

Samorka hefur látið vinna skýrslu um hagkvæmni og kostnað hinna mismunandi virkjunarkosta sem eru til umfjöllunar í rammaáætlun. Í skýrslunni kemur í ljós að alls geti munað tugum eða jafnvel hundrað milljörðum króna milli þess virkjanakosts sem er í nýtingarflokki nú og þeirra sem væru hagkvæmastir.

Þá væri árlegur kostnaður við orkuframleiðslu einnig mörgum milljörðum minni ef valdir væru hagkvæmari kostir. Í skýrslunni segir þó að auðvitað komi fleiri sjónarmið en hagkvæmni virkjanakostanna við sögu, þegar virkjanakostum er raðað eftir því hverjir þeirra eru sem ákjósanlegastir til virkjunar.

Þá kallar Samorka eftir því, að efnahagsleg og samfélagsleg áhrif sem hljótast af vali virkjunarkosts, séu jafn mikilvægur hluti heildarmyndarinnar og sjónarmið náttúruverndar og annarrar nýtingar á borð við ferðaþjónustu. Þá vanti mikið upp á ef ekki sé tekið tillit til þessara þátta, sem hefur gerst við mat á virkjunarkostum.