Creditinfo Group er metið á allt að 30 milljarða króna við kaup LLCP á meirihluta í fyrirtækinu , að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Endanlegt kaupverð mun þó að hluta taka mið af afkomu félagsins.

Afkomendur Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA, eru stærstu hluthafar LLCP.

Reynir mun halda eftir 35% í fyrirtækinu en átti fyrir um 70% hlut. „Ég var í ökumannssætinu, færði mig yfir í farþegasætið og er núna kominn aftur í,“ hefur Fréttablaðið eftir Reyni Grétarssyni, stofnandi Creditinfo. Reynir lét af störfum sem forstjóri fyrir þremur árum eftir hafa verið forstjóri frá stofnun félagsins árið 1997.

Um 400 manns starfa hjá Creditinfo á 30 starfsstöðvum víða um heim.