Kaup breska öryggisfyrirtækisins G4S á danska hreingerningarisanum ISS sem tilkynnt voru í gær koma á óvart. Unnið hefur verið að því að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað í Danmörku. Áætlunum í þá veru var slegið á frest í vor og var búist við að tilraunin yrði endurtekin eftir áramótin.

Greiningaraðilar segja í samtali við danska viðskiptablaðið Börsen kaupin vekja furðu, mögulega hefði mátt vænta mikillar gengishækkun hefði fyrirtækið verið skráð á hlutabréfamarkaði. Verðið er 44,3 milljarðar danskra króna, jafnvirði 950 milljarða íslenskra. Það er 25% hærra verð en eigendurnir gátu vænst við skráningu félagsins á hlutabréfamarkað, að því er fram kemur í Börsen.

Hluthafarnir fá helming kaupverðsins greiddan í reiðufé en afganginn í hlutabréfum G4S sem skráð eru á markað í Bretlandi.

Fyrrverandi eigendur ISS eru fjárfestingarsjóðurinn EQT, sem er í eigu sænsku Wallenberg-fjölskyldunnar, og bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sach.

Börsen segir höfuðstöðvar ISS verða fluttar til Lundúna í kjölfar viðskiptanna og muni nokkur stjórnunarstöður í Danmörku því hverfa úr landi.