Hagnaðurinn dróst saman frá fyrra ári, þegar hann var 93 milljónir. Velta fyrirtækisins jókst töluvert milli ára og var 871 milljón árið 2016 en tæpar 688 milljónir árið áður. Launakostnaður jókst úr 318 milljónum í tæplega 400 milljónir milli ára og annar rekstrarkostnaður fór úr 229 milljónum í tæpar 298 milljónir.

Þá afskrifaði félagið eða færði niður kröfur eða eignir fyrir 59 milljónir á árinu. Eigið fé Eldingar jókst úr rúmum 182 milljónum í rúmar 253 milljónir milli ára. Skuldir félagsins jukust úr tæpum 227 milljónum í rúmar 423 milljónir. Í ársreikningi félagsins er tekið fram að eignarhlutar í dótturfélögum séu nú í fyrsta skipti færðir eftir hlutdeildaraðferð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.