Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Tveir hlutabréfasjóðir Landsvaka og Íslandssjóða hafa náð um 28% nafnávöxtun á síðustu tólf mánuðum. Sjóðirnir tveir, Úrvalsbréf Landsbankans og Úrval innlendra hlutabréfa hjá Íslandssjóðum, fjárfesta í skráðum innlendum hlutabréfum. Hlutfallið er rúmlega 90% í hlutabréfum í Kauphöll Íslands hjá fyrrnefnda sjóðnum og um 60% hjá þeim síðarnefnda.

Samkvæmt nýjustu gögnum um fjárfestingu þeirra eru aðrir fjármunir í reiðufé. Þessi ávöxtun sjóðanna er sú langmesta sem íslenskir verðbréfasjóðir hafa náð á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt upplýsingum á Keldunni. Til samanburðar hefur úrvalsvísitalan OMXI6 hækkað um tæplega 14% á síðustu tólf mánuðum.