Plötusala Ingvars Geirssonar hófst í Kolaportinu. Salan vatt upp á sig og fluttist þá á Hverfisgötuna árið 2009. Spurður hvort hann sakni gömlu verslunarinnar, sem var sjarmerandi, svarar hann því játandi. Heyra má á Ingvari að hann ætlar sér að taka stemninguna með í nýtt húsnæði og gefa í ef eitthvað er.

Vínylplötur Lucky Records eru taldar í tugum þúsunda. Að sögn Ingvars er það klassískt rokk, til að mynda plötur Led Zeppelin, sem selst hvað mest af. Sjálfur liggur hans tónlistarsmekkur nærri sálar-, funk- og djassmúsík.

Lucky Records.
Lucky Records.

Lucky Records.
Lucky Records.

Lucky Records.
Lucky Records.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.