Það eru bráðum fimm ár síðan vinkonurnar Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ákváðu að stofna fyrirtæki utan um ævintýraheim fyrir börn sem margir þekkja vel í dag. Tulipop er gjafavörumerki þar sem fimm aðalpersónur prýða allt frá nestisboxum til snjóbretta. Myndirnar eru litríkar og glaðlegar og það er auðvelt að heillast af ævintýraheimi Tulipop. Viðskiptablaðið fór í vinnustaðaheimsókn til Tulipop.

Vinnustaðaheimsókn Tulipop
Vinnustaðaheimsókn Tulipop
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Á dögunum var fyrirtækið flutt af Hverfisgötunni á Fiskislóð þar sem þörf var á mun stærra húsnæði. Dagurinn er annasamur á Fiskislóð og nýbúið að leggja lokahönd á að koma öllu á réttan stað. Helga segir dagana vera annasama enda þarf að ræða við viðskiptavini víða um heim. „Það er ógrynni verslana sem þarf að hafa samband við og fylgja eftir. Við hittum hundrað verslana á sölusýningu og það þarf að fylgja því eftir og heyra í núverandi kúnnum upp á hvað megi betur gera.“ Síðan þarf að huga að allri vöruþróun, gæðamálum og vottunum og slíkt, segir Helga.

Vinnustaðaheimsókn Tulipop
Vinnustaðaheimsókn Tulipop
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .