Tulipop hefur hlotið viðurkenningu frá Smallish Design Awards hönnunarverðlaununum 2015. Verðlaunin eru ein virtustu verðlaun Bretlands á sviði hönnunarvara fyrir börn. Tulipop fékk viðurkenningu sem eitt besta nýja barnavörumerkið á breska markaðnum. Þetta kemur fram í frétt á vef Epal .

Á meðal keppenda voru Harrods, Liberty, Stella McCartney, Petit Bateau og Bonpoint. Yfir 200 vörumerki voru tilnefnd til verðlaunanna.

Að baki Tulipop standa þær Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir. Tulipop hlaut viðurkenningu sem sprotafyrirtæki ársins á frumkvöðla- og sprotaverðlaunum Viðskiptablaðsins fyrr í sumar.