,,Þrátt fyrir að Ameríka sé upphaf og endir alls er verð á hráolíu að öllu jöfnu lægra í Evrópu en í Bandaríkjunum. Munurinn í dag er reyndar óvenju mikill því tunna af hráolíu í Bandaríkjunum kostar í um 96 dali en í kringum 91 bandaríkjadal í Evrópu ,” sagði Magnús Ásgeirsson innkaupastjóri eldsneytis hjá N1 í samtali við vb.is.

Magnús segir að þrátt fyrir að um tvo markaði sé að ræða hækki olía hlutfallslega jafnt beggja vegna Atlantsála. ,,Ástæður hækkananna eru margar en fyrst og fremst veiking Bandaríkjadals undanfarið, samdráttur í framleiðslu vegna lágs verðs og skortur á olíuhreinsunarstöðvum. Ég á einnig von á að lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum komi til með að auka notkunina það og um leið hækka verðið,” sagði Magnús.

Til viðbótar sagði hann, að þegar birgðatölur voru birtar í gær í Bandaríkjunum um birgðir þar í lok sl. viku, þá orsakaði það þá hækkun, sem við sjáum þessar klukkustundirnar.

Eftirspurn eftir olíu eykst yfirleitt á haustin í kjölfar birgðasöfnunar dreifingaraðila en dregst saman frá nóvember og fram í janúar þegar hún eykst aftur.

Magnús segir að óróninn í Nígeríu og Íran hafi einnig áhrif til hækkunar á olíuveðrið. ,,Það er alltaf verið að eyðileggja olíuleiðslur á þessum svæðum og það veldur taugatitringi um leið hærra verði,” sagði Magnú.