Tunnan á Brent Norðursjávarolíu fór í dag niður í 40,65 dollara og hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2009 þegar tunnan fór á 40,21 dollara. Olíuverð hefur lækkað linnulaust í sjö vikur en það hefur ekki fallið í jafn langan tíma síðan árið 1986.

Þessi lækkun kemur í kjölfar fregna af minnkandi framleiðslu í Kína  en Caixin China General Manufacturine Purchasing Managers Index, vísitala sem mælir gengi kínversks framleiðslugeira féll úr 47,8 stigum í júlí niður í 47,1 stig eftir fyrstu þrjár vikurnar í ágúst og hefur ekki verið lægri í sex og hálft ár.