SpaceX, fyrirtæki í eigu Elon Musk, hyggst fljúga með tvo almenna borgara í kringum tunglið á næsta ári. Farþegarnir hafa þegar borgað stóran hluta af fargjaldinu. Flogið verður seint á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá SpaceX .

Fleiri hafa lýst yfir áhuga á því að fljúga í kringum tunglið á næstu misserum og gerir SpaceX ráð fyrir því að ferðunum muni koma til með að fjölga. Frekari upplýsingar um farþegana verða gefnar út eftir að þeir ganga í gegnum heilsufarspróf. Flogið verður á Dragon geimfarinu.