Brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð í júlímánuði síðastliðnum voru 78.100, eða um 2.600 færri en í júlímánuði á árinu 2007.

Þetta kemur fram á vef ferðamálastofu.

Erlendum gestum fækkaði því um 3,2% á milli ára. Brottförum Íslendinga fækkar um ríflega 14%. Bandarískum ferðamönnum fækkaði mest.

Af einstökum markaðssvæðum er fækkunin mest frá N-Ameríku eða um 18,7%. Bretum fækkar um 13,6% og Norðurlandabúum um 8,7%. Mið- og S-Evrópubúum fækkar lítillega eða um 1,2%.

Gestum frá öðrum Evrópulöndum og fjarmörkuðum fjölgar hins vegar um tæp 14%.