Þegar hlustunartölur útvarpsstöðvanna eru skoðaðar er auðvelt að tala um tvo turna Rásar 2 og Bylgjunnar. Rás 1 kemur þar nokkuð á eftir, en aðrar útvarpsstöðvar bera miklu minna úr býtum. Svona heilt yfir.

Á hinn bóginn er fróðlegt að skoða mismuninn á aldurshópunum. Á fremri súlunum, þeim daufari má sjá hlustun allra aldurshópa frá 12-80 ára, en á þeim aftari er aðeins 12-49 ára gamalt fólk, sem auglýsendum finnst eftirsóknarverðari neysluhópur.

Af þeim má draga auðvelda ályktun um að hlustendur Rásar 1 séu flestir komnir á efri ár og eins að Bylgjan höfði til nokkru yngri hóps en Rás 2. Eins er styrkur FM sem tónlistarútvarps augljós (og það er miklu sterkara en Gufan í yngri hópnum), en sömuleiðis ljóst að bæði K100 og X-ið hafa undirstöðu til þess að veita FM samkeppni.