Frönsk stjórnvöld hyggjast rannsaka um tuttugu manns sem eru grunaðir um stórfelld skattsvik. Um er að ræða anga af hinu æsilega skattsvikamáli sem tengist bankainnistæðum útlendinga í Liechtenstein og hefur farið sem logi yfir akur að undanförnu.

Upphaf málsins má rekja til þess að þýsk stjórnvöld borguðu fyrir stolnar upplýsingar um viðskiptavini banka í furstadæminu. Að sögn talsmanns stjórnvalda eru þessir tuttugu einstaklingar grunaðir um að hafa skotið undan milljarði evra.