Tuttugu frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Prófkjörið fer fram 16. nóvember næstkomandi. Af frambjóðendunum tuttugu eru þrettán sem fara fram í fyrsta sinn en hinir sjö eru ýmist borgarfulltrúar flokksins eða varaborgarfulltrúar. Þau sem fóru fram í síðasta prófkjöri en gera það ekki nú eru Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.

Framboðsfrestur rann út klukkan 16 í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá Verði - fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að öll framboðin voru úrskurðuð gild.

Nöfn frambjóðenda í stafrófsröð

  • Aron Ólafsson
  • Áslaug María Friðriksdóttir
  • Björn Gíslason
  • Björn Jón Bragason
  • Börkur Gunnarsson
  • Halldór Halldórsson
  • Herdís Anna Þorvaldsdóttir
  • Hildur Sverrisdóttir
  • Júlíus Vífill Ingvarsson
  • Kjartan Magnússon
  • Kristinn Karl Brynjarsson
  • Lára Óskarsdóttir
  • Margrét Friðriksdóttir
  • Marta Guðjónsdóttir
  • Ólafur Kr. Guðmundsson
  • Rafn Steingrímsson
  • Sigurjón Arnórsson
  • Viðar Guðjohnsen
  • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
  • Örn Þórðarson