Tuttugu manns eru ákærðir í einu í fjársvikamáli hjá Tryggingastofnun Ríkisins. Málið er talið eitt stærsta fjársvikamál sem upp hefur komið hér á landi.

Fyrrverandi starfsmaður Tryggingastofnunar, kona á fimmtugsaldri var kærð til lögreglu í júní árið 2006. Konan er sökuð um að hafa svikið allt að 75 milljónir króna út úr Tryggingastofnun.

Fréttastofa Útvarpsins greinir frá því að voru flestir þeirra 19 sem einnig eru ákærðir voru bótaþegar hjá Tryggingastofnun.

Þeim er gefið að sök að hafa heimilað starfsmanninum að nota bankareikninga sína til að geyma féð sem hann sveik út úr stofnuninni. Þá eru þeir sakaðir um að hafa þegið þóknun fyrir, og fyrir að hylma yfir með konunni. Heimildir Viðskiptablaðsins staðfesta þetta.

Málið komst upp nokkrum dögum eftir að starfsmanninum hafði verið sagt upp störfum fyrir vanrækslu í starfi. Þá komu í ljós bankafærslur til viðeigandi aðila án þess að reikningar og nótur væru til fyrir færslunum.

Í fréttatilkynningu TR frá 26. júní 2006 segir að grunsemdir hefðu vaknað um alvarlega trúnaðarbresti fyrrverandi starfsmanns.

Þar segir, „Virtist sem hinn fyrrverandi starfsmaður hafi með blekkingum og í krafti stöðu sinnar látið einstaklinga kerfisbundið og án tilefnis fá greiðslur frá stofnuninni."

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku