Tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum hjá Orkuveitu Reykjavíkur í tengslum við uppstokkun á rekstri fyrirtækisins.

Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni að skipulagi og verklagi hafi verið bréytt fyrir nokkru og sé fækkun starfsfólks liður í þeirri áætlun. Gert er ráð fyrir að uppsagnirnar dragi úr rekstrarkostnaði.

Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur var rúmlega 600 þegar mest lét árið 2008. Síðan þá hefur um 200 manns verið sagt upp.

Fram kemur í tilkynningu að skuldabyrði Orkuveitunnar sé enn mjög þung en að aðgerðaráætlunin sem fyrirtækið er nú rekið eftir geri ráð fyrir því að rekstrarkostnaður lækki um 900 milljónir króna. Markmið áætlunarinnar er bæta sjóðsstreymið um 50 milljarða króna fram til ársins 2016. Þar af koma 30 milljarðar króna frá hagræðingu í rekstri, frestun fjárfestinga og með sölu eigna. Þá munu 12 milljarðar verða fengnir að láni hjá eigendum. Gjaldskrárhækkanir eiga að skila 8 milljörðum króna.