Í dag eru 25 ár liðin frá svarta mánudagnum svokallaða, 19.október 1987, þegar hlutabréfamarkaðir um heim allann hrundu. Hrunið hófst í Hong Kong og hélt áfram síðar um daginn í Evrópu og Bandaríkjunum. Á þessum eina degi lækkaði Dow Jones hlutabréfavísitalan um 22,6%.

Við endaðan október hafði markaðurinn í Hong Kong lækkað um 45,5%, ástralski markaðurinn um 41,8%, sá breski um 26,5% og bandaríski markaðurinn um 22,7%.

Á þeim tíma kenndu margir viðskiptaforritum um hrunið, þ.e. forritum sem notuð voru til að kaupa og selja hlutabréf miðað við fyrirframgefnar forsendur, en aðrir hafa bent á milliríkjadeilur um gengi gjaldmiðla og vaxtastig sem ástæður fyrir hruninu.