*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 4. desember 2019 15:29

Tuttugu stærstu eigendur birtir á ný

Listi yfir stærstu hluthafa félaga í kauphöllinni verða birtir fyrsta dag hvers mánaðar framvegis.

Ritstjórn
Starfsfólk Kauphallarinnar mun birta lista yfir 20 stærstu eigendur hlutafélaga á aðallista hennar fyrsta dag hvers mánaðar framvegis.

Framvegis verður listi yfir 20 stærstu hluthafa skráðra fyrirtækja á markaði birtur mánaðarlega, fyrsta virka dag hvers mánaðar að því er kauhöll Nasdaq á Íslandi hefur tilkynnt um. Verður listinn birtir sem svokölluð markaðstilkynning á vef Nasdaq Nordic, í sama borða og fyrirtækjafréttir, fjárfestakynningar, skráningar og fleiri liðir eru í.

Þegar hefur verið birtur listi fyrir stöðuna í nóvember, en eins og fram kom í samtali Viðskiptablaðsins við Baldur Thorlacius framkvæmdastjóra sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð, eru slíkir listar hvergi settir fram nema hér á landi.

Jafnframt veitir hlutaskrá veitir ekki endilega upplýsingar um endanlega eigendur eða raunverulegan handhafa atkvæðisréttar, en öfugt við í flöggunum vegna viðskipta innherja kemur ekki fram á listunum endanlegir eigendur eða fjárhagslega tengdir aðilar.