Sjö lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa Marels, en í dag var birtur listi yfir stærstu hluthafa í félaginu. Eins og við er að búast er Eyrir Invest, félags Árna Odds Þórðarsonar, langstærsti einstaki hluhafi Marels, með um 33,1% hlutafjár. Næst á eftir kemur Gruntvig Invest með 8,38% og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna með 6,81%.

Aðrir lífeyrissjóðir sem komast á listann eru Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, með 4,08%, Gildi lífeyrissjóður með 3,59%, Stafir lífeyrissjóður með 3,59%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn með 2,33%, Festa lífeyrissjóður með 1,60% og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga með 1,10%.

Þrír einstaklingar eru á listanum, en það eru þær Ingunn, Helga og Súsanna Sigurðardætur og eiga þær samtals um 2,52% í fyrirtækinu. Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir 80,66% hlutafjár í Marel.