*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 19. maí 2015 10:37

Tuttugu starfsmenn deila 3,4 milljörðum króna

Gamli Straumur ætlar að greiða 20-30 starfsmönnum 23 milljónir evra í bónusa.

Ritstjórn

Íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, sem áður hét Straumur-Burðarás fjárfestingabanki, hefur sett til hliðar tæplega 23 milljónir evra sem félagið hyggst greiða í bónusa til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. Fjárhæðin jafngildir 3,4 milljörðum íslenskra króna. Greint er frá þessu í DV.

Þar kemur fram að greiðslurnar muni nema fir 100 milljónum króna á starfsmann en þeir sem fái hæstu greiðslurnar geti átt von á að fá hundruð milljóna í sinn hlut. Þar á meðal sé Jakob Ásmundsson, núverandi forstjóri Straums. Meirihluti starfsmannanna eruerlendir aðilar, en einnig er um að ræða Íslendinga sem hafi starfað bæði fyrir ALMC og Straum fjárfestingarbanka á undanförnum árum.

Þá eru stjórnarmenn ALMC á meðal þeirra sem munu fá bónusgreiðslur. Þeir eru Óttar Pálsson, eigandi og hæstaréttarlögmaður hjá Logos, Christopher Perrin og Andrew Bernhardt sem áður var framkvæmdastjóri fyrirtækisins.