Einu tveir áfangastaðirnir sem flugfélagið Icelandair flýgur til á morgun, 28. mars, eru Boston borg á austurströnd Bandaríkjanna og Heathrow flugvöllur við Lundúnaborg í Bretlandi.

Alla jafna eru hátt í 40 brottfarir frá Keflavíkurflugvelli á degi hverjum, en þeim hefur nánast öllum verið aflýst vegna minnkandi eftirspurn og flugbanna vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur Covid 19 sjúkdómnum.

Þetta kemur fram í tísti utanríkisráðuneytisins á samfélagsmiðlinum Twitter, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur ráðuneytið hvatt þá sem vilja komast heim til að vera með útprentað vottorð frá ráðuneytinu með sér í flug.