*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 3. september 2015 13:20

Tvær hópuppsagnir í ágúst

Alls var 41 starfsmanni í fiskvinnslu sagt upp í tveimur hópuppsögnum í ágústmánuði.

Ritstjórn
Starfsmennirnir störfuðu allir við fiskvinnslu.
Haraldur Guðjónsson

Vinnumálastofnun fékk tvær tilkynningar um hópuppsagnir í síðasta mánuði þar sem 41 starfsmanni var sagt upp störfum í fiskvinnslu. Greint er frá þessu á vef stofnunarinnar

Þar kemur fram að flestar uppsagnirnar taki gildi í desember 2015. 

Á tímabilinu janúar til ágúst 2015 hafa 11 tilkynningar um hópuppsagnir borist Vinnumálastofnun þar sem 295 manns hefur verið sagt upp störfum.

Þetta eru fleiri tilkynningar en bárust stofnuninni á öllu síðasta ári, en þá voru þær tíu talsins þar sem 231 starfsmanni var sagt upp.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is