Atvinna
Atvinna
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Alls var 67 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum í október. Um er að ræða hópuppsagnir í mannvirkjagerð og upplýsingastarfsemi, að því er Vinnumálastofnun greinir frá. Starfsmennirnir koma flestir til með að missa vinnuna í janúar og febrúar 2012. Ástæður uppsagnanna eru sagðar endurskipulagning.

Það sem af er ári hefur 680 manns verið sagt upp í hópuppsögnum. Flestir þeirra störfuðu í mannvirkjagerð, eða 248 einstaklingar.