Þátt fyrir að kvóti í norsk-íslensku síldinni hafi minnkað milli ára hafa norskir sjómenn þénað vel fyrstu daga ársins. Á bátnum Radek var hásetahluturinn strax kominn í 2 milljónir íslenskra króna á mann, að því er fram kemur í frétt í norska ríkissjónvarpinu. Greint er frá málinu á vefsíðu Fiskifrétta .

Radek, sem er 28 metra bátur og 383 brúttótonn, hefur landað um 400 tonnum af síld í Bodø sem þeir hafa veitt á átta dögum. Sjómenn segja að verðið á síldinni sé ævintýralegt. Verðið sé jafnvel þrisvar sinnum hærra en það var fyrir 12 árum. Það fylgir jafnfram fréttinni að sjómenn um borð í Radek hafi fengið 100 þúsund krónur norskar, um tvær milljónir íslenskra króna, í sinn hlut.

Nánar á vef Fiskifrétta .