Tvær milljónir manna hafa nú flúið Sýrland vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geysar. Þetta er mikil aukning á aðeins örfáum mánuðum, en samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna var fjöldi flóttamanna fyrir ári síðan um 230 þúsund.

Það er vel liðið á þriðja ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst og stríðið skaðar konur, börn og karlmenn sem fara yfir landamærin. Í mörgum tilfellum eru þau ekki með neitt annað en föt meðferðis, segja Sameinuðu þjóðirnar.

Financial Times greindi frá.