Jóhanna María Kristjánsdóttir og Inga Björk Svavarsdóttir hafa hafið störf hjá hugbúnaðarhúsinu Stefnu. Þær starfa í ráðgjafateymi fyrirtækisins þar sem unnið er með viðskiptavinum að hverju því sem lýtur að vefmálum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stefnu.

„Jóhanna María Kristjánsdóttir starfar og býr í Kópavogi, fædd um uppalin á Húnsstöðum í Húnavatnssýslu og lauk námi í margmiðlun við Aalborg Tekniske skole. Síðastliðin 13 ár hefur hún starfaði hjá Umslagi við ýmis störfum og nú síðast sem verkefnastjóri prentdeildar fyrirtækisins. Jóhanna María er 41 árs, gift Pétri Erni Magnússyni rafmagnsverkfræðingi hjá Lotu og eiga þau 4 börn. Þegar hún á tíma aflögu stundar hún blak og skíðamennsku, en eyðir einnig drjúgum tíma á hliðarlínunni að horfa á afkomendurnar spila hand- og fótbolta.

Inga Björk Svavarsdóttir er búsett í Hörgársveit og fædd og uppalin á Akureyri. Hún lærði Ferðamálafræði í Háskóla Íslands og hefur starfað við margs konar verkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi, nú síðast í 5 ár hjá Saga Travel á Akureyri sem sölustjóri, sölumaður í sérferðadeild og leiðsögumaður. Inga Björk er gift Einari Kristni Brynjólfssyni verslunarstjóra hjá Púkanum Akureyri og saman eiga þau 2 stúlkur. Aðal áhugamál eru skíði, fjallganga og allt sem snýr að útivist og dvöl í náttúrunni,“ segir í tilkynningunni.

Stefna er hugbúnaðarfyrirtæki og vefstofa sem sérhæfir sig í hönnun, forritun og uppsetningu á vefsíðum, og er með starfsemi á Akureyri og Kópavogi. Fyrirtækið þjónustar 600 viðskiptavini og yfir 1000 vefi í Moya vefumsjónarkerfinu.