Verslanirnar Airport fashion og Blue Lagoon hafa opnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Tískuvöruverslunin Airport fashion býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir dömur og herra.  Hún er hluti af norskri verslunarkeðju sem rekur 22 verslanir á flugvöllum í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Írlandi.

Verslunin á Keflavíkurflugvelli er stærsta verslunin sem fyrirtækið hefur opnað á flugvelli til þessa.  Meðal vörumerkja sem Airport fashion býður upp á er: Farmers Market, Feldur, Spaksmannsspjarir, Sif Jakobs, Hendrikka Waage, By Malene Birger, Esprit, Ane Mone, Hugo Boss, Long Island, Peak Performance og DKNY.

Verslunin Blue Lagoon hefur opnaði í nýrri mynd og á nýjum stað í flugstöðinni. Í versluninni geta viðskiptavinir fengið húðgreiningu með sérstöku appi sem Bláa Lónið hefur hannað til þess að viðkomandi fái réttar húðvörur og meðferð fyrir húðgerðina sína.

Þá má prófa vörurnar í versluninni en þar er sérstakt meðferðaborð sem nokkrir gestir geta sest við og notið fræðslu um Blue Lagoon húðvörurnar. Hönnun verslunarinnar var í höndum Design Group Italia en Sigurður Þorsteinsson er hönnuður og einn af eigendum Design Group Italia í Milano.