Um áramótin tók Guðmundur Ingi Ásmundsson við starfi forstjóra Landsnets en Þórð­ur Guðmundsson hafði sinnt starfinu frá stofnun þess. Fyrirtækið fagnar í ár 10 ára afmæli sínu en óhætt er að segja að verkefnin og tækifærin fram und­an hafi sjaldan verið fleiri: styrking raforkukerfisins, breytingar úr loftlínum í jarðstrengi og hugsan­leg verkefni tengd sæstreng.

Almennt segir Guðmundur vel hafa tekist til á suðvesturhorninu við að byggja upp raforkukerfið. „Stóru verkefnin sem bíða eru að byggja upp betra kerfi á Reykjanesinu, afhendingaröryggi þar er ekki við­unandi. Stærsta verkefnið er síðan uppbygging flutningskerfis raforku á stöðum þar sem byggð er dreifðari. Utan suðvesturhornsins búa íbúarnir við laka stöðu hvað varðar afhendingaröryggi raforku. Lítið hefur þróast í uppbyggingu á síð­ustu 30 árum á meðan notkun og framleiðsla á svæðinu hefur tekið stakkaskiptum. Nú er svo komið að ekki er hægt að byggja upp atvinnutækifæri hjá til dæmis millistórum og jafnvel smærri fyrirtækjum á þessum stöðum vegna takmarkana í flutningskerfi raforku. Það varðar því þjóðarhag að leysa úr þessu, því áhrifin á þróun byggðar geta verið óafturkræf. Við höfum lagt fram þrjár sviðsmyndir til umræðu til að leysa þessi brýnu mál. Fyrsta sviðs­ myndin er að gera ekki neitt, en við greiningar á þeirri sviðmynd kem­ur í ljós að uppsafnað tjón verður mikið auk byggðaröskunar.

Við viljum ganga í takt við kröfur og vilja samfélagsins og við erum viss um að það sé ekki sátt um að gera ekki neitt til að tryggja afhendingu á rafmagni utan suðvesturhorns­ins. Hinar tvær sviðsmyndirnar eru að bæta flutningskerfið með því að fara annaðhvort byggðaleið­ina eða yfir hálendið. Í okkar huga eru þetta sviðsmyndirnar sem þarf að skoða, því fyrsta sviðsmyndin er í raun ófær. En við að skoða þess­ar tvær seinni sviðsmyndir þarf að hafa í huga að ef öðrum kostinum er hafnað, þá stendur hinn kosturinn einn eftir. Þetta er því spurning um að velja leið. Við gerum okkur mjög vel grein fyrir því að báðir kostirnir hafa mikil áhrif á umhverfið.

Miðað við stöðuna núna, hvaða leið hugnast þér best?

„Það þarf að hafa það í huga að við höfum lagt þessar leiðir fram sem hugmyndir til umræðu. Við höf­um því ekki lagt fram aðra leið­ina umfram hina. Báðar leiðirn­ar koma til greina. Ástæðan fyrir því að við kynntum hálendisleið­ina er að sú leið veitir samfélaginu ávinning tiltölulega fljótt mið­að við byggðaleiðina. Samfélagið getur vænst því að sjá ávinning af bættu flutningskerfi eftir um það bil 5 ár ef hálendisleiðin yrði val­in, en eftir 10 til 15 ár ef byggða­ leiðin yrði valin. Eins og ég sagði þá gerum við hjá Landsneti okkur vel grein fyrir því að allar fram­kvæmdir hafa áhrif á umhverfið, hvort sem um er að ræða loftlínur eða jarðstrengi. Á hálendisleiðinni eru bæði loftlínur og jarðstreng­ir sem fylgja framkvæmdinni aft­urkræfar framkvæmdir og myndu ekki hafa varanleg áhrif. Loftlín­ur hafa áhrif á sýnileika en jarð­strengir ekki. Út frá umhverfis­sjónarmiðum eru jarðstrengir því góð lausn en vissulega miklu dýrari. Sambland af þessum tveimur leiðum gæti verið besti kosturinn fyrir umhverfið. Þegar byggðaleiðin er skoðuð þarf einnig að fara yfir mjög fallega staði sem hafa náttúruverndargildi. Menn verða því að horfa á heildarmynd­ina og taka upplýsta ákvörðun en ekki að hoppa á einhverja lausn.

Raforkukerfið á Íslandi er byggt upp sem ryðstraumskerfi og við höfum reiknað út að í þessu veika kerfi gætum við lagt á Sprengi­ sandi 50 km af jarðstrengjum,“ segir Guðmundur. Af 200 kíló­ metra leið yfir Sprengisand hlífir það stærsta hlutanum af miðhá­ lendinu, viðkvæmasta hlutanum. Ef horft er á þetta í tengslum við hugsanlega vegalagningu, sem er líka umdeild, með það að mark­miði að draga úr sjónrænum áhrif­ um þá er hægt að draga mikið úr þeim, þannig að línan verði vart sýnileg frá veginum með því að blanda þessum tveimur leiðum saman.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .