Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag en viðskipti voru með minna móti þar sem sumir markaðir voru lokaðir, líkt og í Evrópu þar sem markaðir eru lokaðir í dag.

Hlutabréf hækkuðu um 4% í Tævan sem leiddi hækkanir í Asíu eftir að stjórnarandstæðingar sigruðu í forsetakosningum um helgina. Að sögn Reuters eru væntingar um bætt viðskiptatengsl og minni pólitíska togstreitu við meginland Kína.

Hlutabréf í Japan hækkuðu um 0,4%, í Kóreu um 0,6% og í Singapúr um 2,5%, en lækkuðu um 4,5% í Shanghæ í Kína. Markaðurinn í Hong Kong var lokaður í dag.