Rúmum tveimur árum munar á meðalaldri þings og þjóðar. Munurinn var tæp 12 ár árið 1874 en hefur smám saman farið minnkandi síðan. Þetta á við þeg­ar horft er til meðaldurs kosninga­bærra Íslendinga en sé þjóðin öll höfð með eykst munurinn eðlilega og er í dag um 17 ár. Þetta kemur fram í athugun Viktors Orra Val­garðssonar, meistaranema í stjórn­málafræði við Háskóla Íslands.

Munur á meðalaldri þings og kosningabærra
Munur á meðalaldri þings og kosningabærra

Þingið sem kjörið var árið 2009 er yngsta þing sem þjóðin hefur haft síðan árið 1900 og er meðalaldur þingmanna nú 47,2 ár. Viktor Orri hefur einnig skoðað mun á hlutfalli kvenna á þingi miðað við þjóðina og hefur sá munur hríðfallið á síðustu árum, eða úr um 45% árið 1979 í 6,4% árið 2009.

Munur á hlutfalli kvenna hjá þingi og þjóð
Munur á hlutfalli kvenna hjá þingi og þjóð