Austuríska fjársýslan gaf í dag út krónubréf fyrir tvo milljarða króna til tveggja ára með 10,4% vaxtagreiðslum, segir greiningardeild Kaupþings.

?Það sem af er janúar hafa verið gefnir út tæpir 70 milljarðar króna og telur heildarútgáfan rúma 370 milljarða króna ? en um rúmir 300 milljarðar króna eru útistandandi um þessar mundir,? segir greiningardeildin.

Hún telur að það viðri vel til krónubréfaútgáfu á næstu þremur til sex mánuðum, sem muni styðja við gengi krónunnar til skamms tíma.

?Mikilvægur þáttur í gangverki vaxtamunarviðskipta eru áframhaldandi lágir vextir í Japan og svo virðist vera sem trú markaðsaðila á skjótri hækkun stýrivaxta þarlendis hafi minnkað að undanförnu, meðal annars vegna minni verðbólguþrýstings. Ef svo fer sem horfir er ljóst að þetta mun styðja við aukinn viðgang vaxtamunarviðskipta,? segir greiningardeildin.