Ríkisstjórn hefur ákveðið aukin útgjöld frá því sem boðað hafði verið í fjárlagafruvarpi fyrir næsta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytis. Útgjaldaaukningin er sögð endurspegla áherslumál ríkisstjórnarinnar og kemur til vegna bættra horfa í efnahagslífi. Fjárlaganefnd fundaði um málið síðdegis.

Landspítali fær milljarð til viðbótar og mun fjárheimild hans því vera 49,4 milljarðar á næsta ári, sem er mesta framlag frá upphafi. 1.125 milljónir renna í ýmis önnur heilbrigðismál, m.a. tækjakaupa á landsbyggð.

Til menntakerfis munu renna 767 milljónir til viðbótar við það sem nú er áætlað og fer mest til háskóla.

Leigjendur munu fá 400 milljónir aukalega til að hækka húsaleigubætur.

Ekki kemur fram hvort einhverjum hluta af væntum tekjuauka ríkissjóðs verði varið í að greiða niður skuldir hans.