6,2 milljarðar verðar lagðir í fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013 til 2015 í stað þeirra 10,7 milljarða sem kynntir voru til áætlunarinnar síðarliðið vor . Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en fjármögnun áætlunarinnar verður formlega kynnt á blaðamannafundi Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra í dag.

Heimildir herma að staðið verði við að láta milljarð renna til byggingar nýs fangelsis og að hálfur milljarður muni fari í uppbyggingu ferðamannastaða á næsta ári. Tveggja milljarða eiginfjárframlag til íbúðalánasjóðs, sem var eyrnamerkt leiguíbúðum í fjárfestingaáætluninni síðasta vor, verður ekki meðal verkefna í áætluninni.

Fjárfestingaáætlun yfirvalda er ætlað að skapa fjögur þúsund störf og efla vaxandi atvinnugreinar.