*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 19. desember 2012 15:47

Tveggja milljarða gjaldþrot félags Kristjáns Arasonar

Kaupþing var eini aðilinn sem lýsti kröfum í þrotabú 7 hægri ehf. sem fór með hlutabréfaeign Kristjáns Arasonar í bankanum.

Ritstjórn

Gjaldþrotaskiptum á 7 hægri ehf., eignarhaldsfélagi Kristjáns Arasonar fyrrverandi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Kaupþings banka er lokið en alls námu lýstar kröfur í búið 2.079 milljónum króna. Inn í félaginu var hlutabréfaeign Kristjáns í Kaupþingi auk lána frá bankanum sem hann fékk til hlutabréfakaupanna.

Engar eignir voru í búinu en Kaupþing var eini kröfuhafinn sem lýsti kröfum í búið. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 skuldaði félagið Kaupþingi 1.933 milljónir en eigandanum, Kristjáni Arasyni, 94 milljónir króna. Ljóst er að Kristján lýsti ekki kröfu í búið.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is