Ekkert fékkst upp í rúmlega tveggja milljarða kröfur í bú Norður íbúða ehf.. Félagið hét áður Eykt íbúðir ehf. og var annað tveggja dótturfélaga Holtasels sem á síðustu mánuðum hafa farið í þrot. Norður íbúðir ehf. byggðu meðal annars íbúðir í Grafarholti. Eigandi félaganna er Pétur Guðmundsson.

Engar eignir fundust í búi Norður íbúða ehf. en samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Erni Guðmundssyni, skiptastjóra þrotabúsins, var Íslandsbanki helsti kröfuhafi. Afskrifaðar skuldir námu 2,2 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.