Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,33% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1813,59 stigum eftir rúmlega 4 milljarða viðskipti.

Gengi bréfa Regins lækkaði um 1,62% í 481 milljóna viðskiptum og Eikar fasteignafélags um 1,45% í 198 milljóna viðskiptum.

Gengi bréfi Össurar hækkaði um 7,01% í litlum viðskiptum og HB Granda um 1,22% í 45 milljóna viðskiptum.

Mest velta var í viðskiptum með bréf VÍS sem lækkuðu um 0,98% í rúmlega tveggja milljarða viðskiptum.

Vísitölur Gamma

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í 1,2 milljarða viðskiptum. Þar hækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,13% meðan sá óverðtryggði lækkaði um 0,03%