Hagvöxtur í Bandaríkjunum mælist 2% á þriðja ársfjórðungi. Hagvöxturinn var drifinn áfram af einkaneyslu en aukningin frá fyrra tímabili var sú mesta síðan árið 2006.

Hagvöxturinn þykir þó ekki nægur til þess að slá á væntingar um frekari slaka á peningastefnu bandaríska seðlabankans. Þá veldur hátt atvinnuleysistig efnahagsráðgjöfum áhyggjum.