Tveimur forstöðumönnum ríkisstofnana hefur verið vikið úr starfi frá árinu 1995, tveir hafa verið áminntir og fjórir fengið tilsjónarmenn með rekstri.

Af þeim síðastnefndu voru þrír undir mennta- og menningarmálaráðuneytinu, einum þaðan var vikið úr starfi og annar áminntur.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar um forstöðumenn ríkisstofnana sem fara umfram heimildir í fjárlögum.