Einstaklingu munu þurfa að greiða sérstakt gjald ef þeir greiða með korti annars banka í útibúum Landsbankans og Arion Banka. Gjaldið er ekki tekið hjá ÍSlandsbanka en um er að ræða 200 krónur í tilfelli Landsbankans en 110 krónur hjá Arion banka. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Í svari Landsbankans við fyrirspurn blaðsins kemur fram að um nýtt gjald sé að ræða og að þetta sé liður í að innheimta fyrir hluta af þeirri þjónustu sem veitt er. Kostnaður sé við slíka þjónustu en bankinn hafi ekki rukkað fyrir þetta fyrr. Bankinn segir þetta tíðkast víða erlendis en svipuð svör fengust hjá Arion banka.